Flókin fræði um líkamann á mannamál með
Sævari Inga Borgarssyni

FRÆÐSLA - BLOG

Það hefur ávallt verið lífsmarkmið mín sem fagmaður að fræða, kenna og láta gott af mér leiða. Sem osteópati að hjálpa fólki að skilja vandamál sín svo að það geti náð yfirhönd á sínum vandamálum og úr verkjum eða a.m.k. haft stjórn á þeim í stað þess að verkirnir stjórni líf þeirra (sjálfshjálp). Sem styrktarþjálfari, að kenna og fræða allt sem við kemur hreyfingar eða æfingar og ávana í líkamsstöðu og beitingu (hreyfi- og þjálfræði).

Hér á komandi vikum, mánuðum og árum mun ég reyna að fræða og kenna alla þá sem hafa áhuga að vita meira um sinn líkama. Allt um stoðkerfið, stoðverki (bráða- og langvinna verki) og allt sem við kemur hreyfifræði, þjálffræði og jafnvel næringarfræði.

Allar geinar sem ég birti eða skrifa hér, eru byggðar þremur þáttum:

  • Menntun í osteópatíu og styrktarþjálfun og auðvitað einni lífsreynslu.

  • Reynslu minni sem styrktarþjálfari í 24 ár og meðhöndlari í 10 ár.

  • Heimildir frá rannsóknum, fræðigreinum og bókum.

Ef þú hefur einhverjar óskir um eitthvað ákveðið viðfangsefni sem þú hefur áhuga á, öðlast meiri skilning og að ég fjalli um þá endilega senda fyrirspurn á saevar@heilsustofan.is

Stoðkerfið
Sævar Ingi Borgarsson Sævar Ingi Borgarsson

Stoðkerfið

Vitum við allt um stoðkerfið eða er það aðeins flóknara og dýpra en við gerum okkur grein fyrir

Read More