Kynning á dagskrá
Ég heiti Sævar Borgarsson og er nýfluttur til reykjavíkur og með stofu í skeifunni. Ég útskrifaðist sem osteópati B.Sc. árið 2017. Ég hef verið að meðhöndla síðan 2014. Ég er einnig NASM styrktar- og næringar þjálfari og unnið sem styrktarþjálfari síðastliðinn 23 ár. Á mínum ferli sem hef ég sótt fjöldan af námskeiðum tengd líkamanum.
Ég ætla að hlífa ykkur lesendum fyrir löngu “bio” og þess í stað leyfa ykkur að kynnast mér og meta með því sem ég hef fram að færa með skrifum mínum og þar af leiðandi dæma mig eftir þeim hvort ég sé sá sérfræðingur sem ég tel mig vera eða ekki.
Á næstunni mun ég koma með neðan greindar greinar. Sumar greinar mun ég fjalla um í nokkrum hlutum svo að lesturinn verði ekki of langur og leiðinlegur. Á einhverjum tímapunkti mun ég einnig koma með myndbönd eða linka af myndböndum hvort sem það er með mér eða öðrum góðum sérfærðingum. Þetta er ekki tæmandi listi á umfangi sem ég mun fjalla um og uppröðunin getur breyst. En með þessari yfirsýn þá er það von mín að þú komir til með að fylgjast með því sem ég hef upp á að bjóða og læra eitthvað nýtt um sjálfa/n þig og líkamann þinn.
Stoðkerfið
Stoðverkir
Samlækningar, óhefðbundnar lækningar og heilbrigðiskerfið
Mjaðmarverkir og Mjóbaksverkir
Axlarverkir
Hnéverkir
Háls og herða verkir og höfuðverkir
Ökklaverkir
Olnbogaverkir og úlniðsverkir
Venjur og ávanar
Hreyfifræði, líkamsstöður og líkamsbeiting
Vinnu umhverfi
Líkamsrækt – þjálffræði á mannamáli
Skilgreining á heilsu eða sjúkdómum
Mismunagreiningar, fyrir hverja eru þær í raun og veru
Meðhöndlun barna
Osteópatía