Um Okkur
Þín heilsa, hamingja, vellíða og árangur, stjórnast af venjum þínum
Heilsustofan sérhæfir sig í öllum stoðverkjavandamálum. Við tökum á móti öllum aldurshópum, ungabörn sem eldri borgara og fólk úr öllum stéttum samfélagsins, sem og afreks- og atvinnu íþróttafólk. Markmið okkar er fyrst og fremst að draga úr einkennum/verkjum og aukið þol við álagi/áreiti og lífsgæði skjólstæðinga okkar. Til að ná tökum á stoðkerfisvandamálum er mikilvægt að skilja birtingarmynd stoðverkja. Af hverju verkirnir hafa birst frá innra og ytra umhverfi. Frá innra umhverfi er átt við allt það áreiti sem á sér stað inn í líkamanum, eins og skekkjur, spenna, tog og andleg líðan sem myndast í líkamanum og hvernig það verkar á mismunandi strúktúra og kerfi hans, sem getur ýtir undir verki. Frá ytra umhverfi, er allt það áreiti sem við verðum fyrir utan líkamans. T..d. vinnu umhverfi, hreyfing/líkamsrækt-, áhuga mál og heimilis aðstæður.
Miklvægur hluti í meðhöndlun er að hjálpa skjólstæðingum okkar með fræðslu og um leið upplýsa þau á því áreiti sem þau verða fyrir. Með skilningi á vandamálum verður lausnin augljósari og um leið hvatning og trú skjólstæðingsins á bataferlinu.
Starfssvið osteópata er verulega vítt og breytt. Viðtal þar sem skjólstæðingur fær tækifæri til að segja sína sögu og að fagaðilinn gefi svigrúm til að þess, ásamt að ná fram nauðsynlegum upplýsingum um verkja-, almenna sjúkrasögu viðkomandi. Byggja upp sterka mismunagreiningu í líkamsskoðun og vinnugreiningu til að fylgja í meðferðarplani. Árangursríka meðhöndlun til að knýja fram jafnvægi í stoðkerfinu. Loks ráðgjöf sem byggist á fræðslu, forvörn og endurhæfingu á stoðkerfinu í samráði og samvinnu við skjólstæðinga okkar.
Meðhöndlun ein og sér er aðeins einn hlekkur í keðjunni og til að byggja upp sterka keðju, skiptir öllu að ráðgjöf, fræðsla, eftirfylgni og hvatning sé hluti af keðjunni, til að ná fram settum markmiðum og um leið auknu þoli, afköstum sem eykur lífsgæði með tilliti til lífsstíl og vana viðkomandi.
Það er ekki hægt að stytta sér leið í átt að árangri með því að taka lyftuna. Þú einfaldlega þarft að taka stigann
Sævar Ingi Borgarsson er eigandi og rekur Heilsustofuna. Hann er menntaður osteópati B.Sc. og hefur verið að meðhöndla í 10 ár (2014). Sævar er einnig menntaður NASM næringar og styrktarþjálfari með 24 ára reynslu í þjálfun (2000).