Teymið

Sævar Ingi Borgarsson

Osteópati B.Sc.

Sævar eigandi Heilsustofunnar og rekur hana einn eins og er. Sævar er menntaður osteópati og hefur verið að meðhöndlað síðan 2014, þegar hann byrjaði sem osteópatanemi og sem osteópati B.Sc. frá 2017 þegar hann útskrifaðist.

Sævar er einnig fyrrum afreksíþróttamaður, spilaði fótbolta til 29 ára aldurs. Þaðan fór hann yfir í líkamsræktina og keppti í 9 ár í fitness og kraftlyftingum. Sævar er þrefaldur íslandsmeistari í Icefitness og margfaldur íslandsmeistari í kraftlyftingum og hefur tvisvar sinnum keppt á Police and Fire Games í kraftlyftingum og heimsmeistari í bæði skiptin og setti heimsmet í öllum greinum sem standa ennþá daginn í dag.

Sævar hefur einnig starfað styrktar og næringarþjálfari í 23 ár eða síðan árið 2000. Á þeim tíma starfaði hann sem einkaþjálfari og byrjaði síðar með hópaþjálfun 2012, sem hét Superform. Á 8 árum fór iðkendafjöldi superform úr 30 í rúmlega 770 iðkendur á samning. Hann er menntaður NASM næringar- og styrktarþjálfari ásamt að hafa sótt fjölda námskeiða í tengslum við mannslíkamann í gegnum starfsferilinn.

Þessi reynsla hefur gefið honum sérstöðu þegar kemur að skilning á mannslíkamanum og virkni hans í hreyfingum. Síðast en ekki síst hefur þessi reynsla gefið honum sérstöðu þegar kemur að stoðkerfinu og stoðkerfisvandamálum. Sævar er sérfræðingur þegar kemur að mannslíkamanum, næringar-, hreyfi- og þjálffræði.