Fyrsti tíminn (60 mín)
Greining, mat og osteópatísk meðhöndlun.
Fyrir þá sem hafa ekki komið áður í meðhöndlun. Allir skjólstæðingar koma aðeins einu sinni í fyrsta tíma og fer fram á neðangreindan hátt:
Viðtal
Líkamsskoðun - Próf - Mismunagreining
Meðhöndlun
Meðferðarplan
Ráðgjöf og fræðsla
Líkamsskoðun - Próf og Mismunagreining.
Efitr viðtalið, tekur við yfirgripsmikil hreyfi- og greiningarpróf ásamt skoðun á líkamsstöðu sem endurspeglar oft við sögu úr viðtali, eins og t.d.:
Líkams- og líkamsstöðu mat
Hreyfipróf (aktív og passív)
Þreifing og þrýstingur
Bæklunarpróf
Taugapróf (skynjun, mótor og erting)
Sérhæfð osteópatísk próf.
Út frá ofangreindum upplýsingum og viðtali er mismunagreining unnin og um leið vinnugreining sem meðferðaraðili fer yfir með skjólstæðingnum, út frá líklegustu orsök og afleiðing stoðverksins.
Viðtal.
Viðtalið er líklega mikilvægasta greiningartól osteópata til að ná utan um umfang vandamálsins. Til að átta sig betur um umhverfi skjólstæðingsins og mögulega það áreiti sem hann/hún verður fyrir í sínu daglega umhverfi.
Markmið viðtalsins, er að gefa skjólstæðingum svigrúm til að segja sína sögu. Farið er vel í uppruna og hegðun á verkjum og einkennum, ásamt almenna sjúkrasögu. Einnig er spurt um hagi viðkomandi eins og starf, áhugamál og hreyfing eða líkamsrækt.
Meðferðarplan
Algengt er að fólk mæti í 2-3 tíma á 2-4 vikum, sem fer eftir umfangi vandamálsins.
Í lok meðferðar er áætlun sett saman í samvinnu með skjólstæðingnum.
Hversu margar meðhöndlanir og tímalengd
Fræðsla (Hvað er að, af hverju og við hverju má búast)
Forvörn (hvað skal varast/forðast og hvað þarf að laga eins og t.d. venjur.
Batahorfur og Væntingar (þolinmæði, skjótur eða langur bati)
Meðhöndlun.
Meðhöndlun hjá osteópötum getur verið mjög misjöfn þar sem osteópatar læra í kringum 10-15 mismunandi meðferðatæknir. Dæmi um tæknir sem osteópatar nota eru teygjur eins og MET, ýmis nudd/þrýstingur, bandvefstækni, liðlosun með eða án hnykkingum, visceral (kviðarhol), myofacial release tækni o.fl.
Lykilatriði í öllum meðhöndlum hjá osteópötum er öryggi. Annars vegar, er óhætt að meðhöndla? Er nauðsynlegt að áframsenda viðkomandi til sérfræðings eins og lækni til að nánari greiningu áður en meðhöndlun getur átt sér stað? Og svo hins vegar er frábending frá einhverri ákveðni tækni eða viðkomandi skjólstæðingur vill ekki ákveðna tækni. Þær tæknir sem notaðar eru hverju sinni ráðast á umfangi og hvers konar stoðkerfisvandamál er fyrir hendi, ásamt hvaða tækni henti hverjum skjólstæðing fyrir sig. Algengt er að osteópatar noti í kringum 3-5 og jafnvel fleiri tæknir í hverjum tíma.
Ráðgjöf og fræðsla
Batahorfur. Ef einkenni er að framkallast frá vöðva þá er bati oftar en ekki skjótur í samanburði við t.d. sinavandamál þar sem batinn á sinum tekur lengri tíma.
Væntingastjórnun ræðst því að hvers má vænta út frá batahorfum sem hjálpar skjólstæðingi að skilja vandamálið betur og um leið meira umburðarlyndi á einkennum og tímalengd á bataferlinu.
Forvörn gengur út á að meðferðar aðili upplýsir skjólstæðing á mögulegu áreiti sem hann/hún verður fyrir frá sínum umhverfi eins og t.d. vinnu eða líkamsrækt. Því er mikilvægt í sumum tilfellum að útskýra mikilvægi þess að mögulega geta stoðkerfisvandamál orsakast eða viðhaldist frá því umhverfi og mikilvægt er að draga úr áreiti með bættri beitingu, breyttum venjum og aukin meðvitund á umhverfinu.
Í sumum tilfellum leggur meðferðaraðili til endurhæfingarplan, æfingar og eða teygjur til að auka jafnvægi og stöðugleika í stoðkerfinu og um leið búa til jafnvægi til lengri tíma.
Lykilmarkmið er að skjólstæðingur fái lausn á vandamáli sínu, fræðslu og skilning af hverju stoðverkurinn hefur komið (biritngarmynd). Með þessari fræðslu og skilning verður meiri hvati til að vinna með meðferðaraðilanum í átt að settum markmiðum. Meðferðaraðilinn einn og sér getur aðeins búið til jafnvægi í líkamanum, fræða skjólstæðinginn um hvað ýti undir einkenni (áreiti) og hvað hann þurfi að gera til að ná fram bata (forvörn og endurhæfing). Árangurinn miðast því ávallt við samvinnu milli beggja aðila.