Endurkoma

Endurkoma (30 mín).

Aðeins þeir sem hafa komið áður í fyrsta tímann (60 mín), bóka sig í endurkomu. Öll börn undir 16 ára bókast í endurkomu.

Tímar í endurkomu bókast eða eru bókaðir fyrir fólk sem eru nú þegar í virkri meðhöndlun og meðferðarplani.

Einnig fyrir fólk sem kemur sem er ekki í virkri meðhöndlun, með nýja stoðverki, eldri stoðverkir sem hafa tekið sig upp aftur.

Loks fyrir fólk sem vill vera í reglubundnu eftirliti (1-4 mánaðar fresti).

Reglubundið eftirlit (30 mín).

Rétt eins og við förum með bílinn í smurningu með reglulegur millibili, þá er skynsamlegt að gera slíkt hið sama fyrir mann sjálfann. Sumir kjósa hvort sem þeir eru með stoðverki eða ekki að mæta reglulega. Forvörn á stoðverkjum eða endurupptekin vandamál.

Í nútíma samfélagi hefur stoðkerfisvandamálum farið ört vaxandi. Ástæður mögulega vegna þess að hreyfing hefur minnka dramatískt mikið og mun meiri kyrrseta en áður? Atvinnu umhverfi þar sem mikið er af endurteknum hreyfingum? Næring í ójafnvægi? Flóknari stoðverkir þar sem hraði samfélagsins orðinn mikill og jafnvel ekki góður fyrir okkur og vandamálið því ekki aðeins út frá stoðverkinu heldur aukið álag og áreiti frá umhverfinu sem eykur á andlega streitu og vellíðun sem kemur fram í stoðkerfinu.

Líkami, hugur og sál, er órjúfanleg keðja. Allir strúktúrar og kerfi vinna saman og um leið hafa áhrif á hvort annað til hins betra sem og hins verra (phsychosocial balance/imbalance).

Virk meðhöndlun og plan.

Tekinn er staða á bataferlinu frá síðasta tíma. Er batinn jákvæður, eins og áður eða jafnvel neikvæður bati? Stutt viðtal og mat á framgangi einkenna.

Skoðun, próf og vinnugreining og plan endurmetið. Svo meðhöndlun út frá upplýsingum sem skjólstæðingurinn hefur gefið, með tilliti til skoðunar og prófsa sem þerapistinn hefur framkvæmt.

Eftir meðhöndlun er farið yfir stöðuna, æfingar, teygjur, hvort sem það er upprifjun á fyrri fræðslu eða nýju. sem mikilvægt er að fara yfir.

Í sumum tilfellum ef meðferðar aðili telur að hálfur tími sé ákjósanlegur þá má vera að hann bóki viðkomandi í hálfan tíma sem er 15 mín í samráði við skjólstæðing sinn.