Ungabörn og Krakkar (0-16 ára)
Meðhöndlun (15-30 mín).
Algengt er að börn og krakkar koma til okkar í 1-3 meðhöndlanir.
Þegar bókað er fyrir börn og krakka þá er bókað í “Endurkomu”. Fyrsti tími sem og áframhaldandi tímar fyrir börn og krakka eru bókaðir í 30 mín. Tími fyrir ungabörn (0-2 ára) er alltaf 5. 000 kr, hvort sem það er fyrsti eða áframhaldandi og fyrir börn og krakka 3-16 ára, þá er fyrsti tíminn (30 mín) 10.000 kr og allir aðrir tímar 6.000 kr (15-30 mín).
Ungabörn (0-2 ára).
Algengast er að foreldrar leita til okkar á fyrstu 6 mánuðunum í lífi barnsins og best er að fá þau á fyrstu 3 mánuðunum. Oft eftir að læknir og ljósmæður hafa skoðað barnið og eða ráðlagt að leita til okkar.
Í þeim tilvikum sem foreldrar leita helst til okkar með börnin sín, þá er það í tengslum vegna vanlíðu eða óþægindi og verulega skert lífsgæði foreldra. Lítill og skertur svefn, vandamál við brjóstagjöf og eða næringu, svo loks erfiðleika með hægðir. Svo börn (5-6 mánaða) með eyrnabólgu, sem geta komið út frá fyrstu tanntöku.
Orsakir vandamála nýbura geta tengst fæðingu. Inngrip eins og þegar móðir er sett af stað, sogklukka, keisari, löng og erfið fæðing, sem og verulega stutt og kröftug fæðing sem getur leitt til þessara vandamála. Anatomía nýbura er öðruvísi en hjá fullorðnum og því getur minniháttar vandamál breytt líðu barnsins og um leið foreldranna.
Meðhöndlun á ungabörnum er ávallt í samráði við foreldra. Útskýringar á hvað osteópatinn telur vera að, af hverju því líði svona og hvað hann vilji gera til að ná fram auknu jafnvægi og vellíðun. Í langstærstum meirihluta notar osteópati bandvefstæknir, hreyfingar á liðamótum, tækni eins og strain counter strain og liðlosun. Allar tæknir eru mjúkar og flestum tilfellum sofna þau á meðan meðhöndlun stendur.
Algeng einkenni og vísbending um ójafnvægi.
Grátur ólíkur gráti við svengd eða kall á nærveru.
Svefn (sofa laust, vakna óvenjulega oft á nóttunni, sofa jafnvel oft eða lengi á daginn heldur eðlilegt þykir. Sefur verulega laust, vill ekki liggja sjálft og leitast að vera í fangi foreldra óþarflega mikið og nær aðeins ró í fangi þeirra
Sefur barnið verulega laust og vaknar fljótlega eftir að búið er að leggja það niður?
Á erfiðara með að taka annað brjóstið fremur en hitt og jafnvel verður órótt á því brjósti (rembingur, grátur slitur sig frá brjósti vegna óþæginda).
Eftir brjóstagjöf, órótt, rekur upp grátur, á erfitt með að sofna, eða eftir að það sofnar vaknar það og rekur upp grátur.
Barnið er með skerta hreyfigetur á höfði í aðra áttina á móts við hina og jafnvel forðast eða getur ekki snúið höfðinu yfir til vinstri eða hægri.
Barnið eru verulega spert og leitast að vera með búkinn jafnvel í yfirspennu á hryggjarsúlu.
Tregar og jafnvel erfiðar hægðir, óvenjulega mikið loft, jafnvel grátur þegar það leysir vind eða losar hægðir, þarf jafnvel hjálp við að losa.
Áhyggjur foreldra að eitthvað er að, þrátt fyrir að leitað til læknis.
Foreldrar örmagna og svefnvana, meira en eðlilegt þykir.
Krakkar (3-16 ára).
Algengustu vandamálin hjá þessum aldurshóp er oftast krökkum sem æfa íþróttir og eru að taka vaxtarkipp eða stuttu eftir. Hæl og hnéverkir eru langalgengustu vandamálin og svo mjóbaks, herðar og háls vandamál sem eru aftur á móti ekki eins tíð.
Algeng orsök þessara stoðverkja er vaxtarkippur, álag frá íþróttaiðkun og oftar en ekki þá sjást verulegar skekkjur, spenna og tog við skoðun hjá okkur. Þar sem bein og vöðvar styrkjast hratt, þá taka sinnar og festur mun lengri tíma til að ná þeim styrk frá því álagi og áreiti sem þau verða fyrir og afleiðingin eru óþægindi og verkir. Þessi mein eru betur þekkt sem Osgood Schlatter´s Disease og geta einnig farið upp í mjöðm (gluteus medius og min) sem eru þó mun sjaldgæfari. Krakkar upplifa oftast verki yfir verulega dreift svæði og ekki endilega á nákvæma staða, ólíkt hjá fullorðnum sem oftar en ekki geta bent á nákvæma staðsetningu. Oftast er ráðlögð hvíld, kæling og jafnvel bólgueyðandi lyf, án árangurs.
Við skoðun þá eru þau oftast verulega snerti aum og oftar en ekki þá á báðum hliðum þó einkennin séu öðru meginn. Ekki aðeins það heldur líka ef þau eru t.d. með einkenni í hné, þá einnig á hæl/um (hásinum) og öfugt.
Meðhöndlun er með það markmið að draga úr skekkjum, togi og spennu. Í dag fá allir krakkar heimaverkefni (teygjur á hip-flexurum).
Árangur af meðhöndlun á þessum vandamálum eru mjög árangursríkar og oftar en ekki, eftir 4-5 daga eru einkenni farin eða a.m.k. verulegir minni sem þau kvarta ekki undan. Þó skal taka tillit til að með tíma þá geta einkenni komið aftur, t.d. þegar þau ganga aftur í gegnum vaxtarkipp, álag sem ýtir þeim í ójafnvægi, skekkjur og tog, ásamt því að þau séu alfarið hætt að viðahalda teygjunum
Athuga. Þegar börn/krakkar eru bókuð í meðhöndlun þá velja “Endurkoma” í bókunarferlinu